Tíþúsasti dagurinn í veikindum. Ekki alveg það dásamlegasta sem til er á jörðu. Veiktist á frjádag síðasta og var slappur á laugardag, en tók svo sunnudaginn af alvöru veikindum og er rétt að skríða saman núna… >.< Mæli ekki með þessari pest. Hvað um það. Þrátt fyrir þessi veikindi hef ég með naumindum náð að staulast útí bónus seinustu daga og verslað eitthvað smáræði og étið enn minn af því. Hef komist að því að ég get étið fæst af því sem ég versla. Ætlaði að leggja mér pylsur til munns en fann þrátt fyrir að ráfa um eyðimerkurlendur finnandi ekkert nema þurrt krydd, höggvandi niður safaríkar sesseljur í regnskógum grænmetisbarsins, vaðandi ís og snjó upp að brjósti í kjötkælinum... hreinlega fann ég ekki steiktan lauk. Eða Cronions eins og það heitir á frummálinu. Ég ætlaði líka að tala um meiri eymd, en finnst vera nóg komið, svo ég sný mér að skólanum. Er eins og alþjóð veit byrjaður aftur í rafeindavirkjun. Í þetta sinn er námsefnið nokkuð áhugavert, C++ forritun og allskyns stýringar og grunnurinn í netkerfum (sem er svona ekki alveg það skemmtilegasta en ágætis upprifjun). Ekkert svo slæmt að fá að leika sér með Wireshark í skólanum án þess að vera skammaður fyrir það.
Nú er bara vonandi að ég fari að losna uppúr þessum veikindum svo ég geti farið að komast aftur í skólann og vinnu…