Nýverið pantaði ég mér uBITX sendiviðtæki eftir miklar spekúlósjónir um hvaða stöð ég ætti að fá mér til að fikta við HF hér heima við. (Aðallega fyrir WSPR og FT8). Á meðan ég lét mér leiðast í Andenes, í norður Noregi, starandi á gögn frá ACE og DSCOVR gervitunglunum, fékk ég þá flugu í hausinn að panta eitt stykki.
Það er að sjálfsögðu ekki komið enn, enda tekur lengri tíma en það að fá hluti senda hálfa leið yfir hnöttinn (amk þar til einhver finnur upp á ódýrari aðferð til að senda pakka með eldflaugum, Elon Musk, ég er að horfa á þig!)
En TF3JA, Jón Þóroddur heyrði af þessum áhuga mínum og hann lumaði á einu eintaki sem hann hafði ekki haft tíma til að fikta með, og lánaði mér eitt með því skilyrði að ég myndi nota þá þekkingu til að miðla áfram. Það er einmitt hlutverk þessar póstar. Þessi póstur verður líka uppfærður með tilvísinum hingað og þangað.
Fyrst smá kynning á tækinu. uBITX er framleitt af HFSignals og er lítið sendiviðtækis “kit”. Það er tiltölulega ódýrt eða um 130USD fyrir sett með sendingu og auðvelt í samsetningu, helsti ókosturinn við það er að það kemur ekki með neinni umgjörð og þarf maður því að sjálfsögðu að smiða hana sjálfur, helst úr málm þó margir hafi einfaldlega 3d prentað keisingar utan um stöðina. Leiðbeiningarnar sem ég hef fundið á neitnu eru dálítið kaótískar og maður fær á tilfinningunni að viðkomandi sé með ADHD, sérstaklega sá sem lét sér detta í hug að nota HMI Nextion display við stöðina. Þar sem ég hef nýverið fengið þetta í hendurnar ætla ég að láta þessi orð duga í bili, en á næstu vikum mun ég fara yfir hvernig á að púsla þessu saman svo úr verði sæmilegt HF sendiviðtæki sem má nota í hitt og þetta, hvort sem menn eru fyrir SSB phone, CW, eða stafrænar mótanir eins og FT8, WSPR o.f.l.