Ég vaknaði frekar snemma í morgun, eða rétt um fimm leytið og sá þá einhverja hæðna statusa á snjáldrinu um Twitter, eða „Titter“ þar sem reynt hafði verið að ritskoða hashtaggið #freethenipple.
Sjá reddit.
og baggalút
EDIT: Greinilega þá var ekkert ritskoðað eins og sjá má hér. En greinin stendur samt nokkuð vel engu að síður. Síðara Edit: Facebook hefur verið að ritskoða eitthvað af efninu, eins og sjá má hér.
Ég var að vakna, og veit ekki nákvæmlega um hvað málið snýst, en ég get ímyndað mér það. Það hafa væntanlega birst myndir af brjóstum. Af brjóstum! Hugsið ykkur!
Nei, í alvörunni, hugsið þetta um stund, það birtist mynd af brjóstum og twitter fer að ritskoða það.
Þessi pistill er ekki um twitter, eða ritskoðun, heldur fáránleikann á bakvið það að brjóst séu svona skammarleg að ekki megi sjást í þau. Við erum öll með brjóst, karlar, konur, intersex, transfólk og svo framvegis. Hvaða helvítis máli skiptir þó sjáist í geirvörtu af og til. Það sem er enn grillaðara er að við höfum „kynlífsvætt“ geirvörtur og þar með má ekki sjást í þær. Konur sem ekki ganga um í brjóstahöldum til að verja geirvörturnar fyrir „perrum“ fá skömm fyrir. Hvað er í gangi þar? Þetta er eins og að slást við slutshaming „all over again“ svo ég sletti aðeins.
Brjóst eru, í eðli sínu, eitthvað sem gefur börnum líf, þar af leiðandi er eðliegt að hugsa til þess að það hljóti að vera einhverskonar þáttur í karlmönnum sem heillast af þessu. Afhverju? Afþví að okkur er í blóð borið að viðhalda okkar eigin genum, það er staðreynd og ekkert við því að gera, því munum við heillast af konum með einhverja ákveðna eiginleika sem okkur finnst vera merkilegri en aðrir, og ekkert að því. Það sem er steiktast við þetta er að við erum svo katólsk að í stað þess að fagna því að fólk hefur mismunandi „preference“ að þá búum við til tabú úr þessu, sem aftur þvingar kvenfólk til allskyns furðulegra athafna, eins og „push-up“ brjóstahöld og þess háttar. (Ég er ekki að segja að kvenfólk megi ekki nota slíkt, heldur að benda á að ef að þér *finnst* þú *absolutely* þurfa að nota slíkt, þá er möguleiki á að vandamálið sé annarstaðar en í brjóstunum þínum).
Ég ætla því að fagna #freethenipple með því að vera algjörlega fordómalaus gagnvart öllum brjóstum og geirvörtum, smáum sem stórum, stinnum sem mjúkum og leyfa kvenfólki bara að vera eins og því sýnist.
Og hér er ein geirvörtumynd í tilefni dagsins.